Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 65

Endurskoðunarnefnd

 Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, mánudaginn 3. febrúar, var haldinn 65. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:31. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á skoðun Innri endurskoðunar á innra eftirliti hjá Norðlingaskóla.

2. Rætt um framgang ytri endurskoðunar vegna ársins 2013. Ytri endurskoðandi gerði grein fyrir stöðu og gangi mála og að ekkert óvænt hafi komið upp í vinnu ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi.

Undir þessum lið tekur Guðmundur Snorrason frá PwC sæti á fundinn.

Fundi slitið kl. 11.06

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir

                 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnend 3.2.2014 - prentvæn útgáfa