Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 64

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, mánudaginn 20. janúar, var haldinn 64. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:36. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Rætt um framgang ytri endurskoðunar vegna ársins 2013. 

2. Lögð fram áætlun uppgjörsdeildar fjármálaskrifstofu um tímasetningar uppgjörs vegna 2013 og tímasetningar vegna uppgjöra ársins 2014.

3. Rætt um atriði sem hafa áhrif á tímafresti uppgjörs vegna 2013 eins og lífeyrisskuldbindingar pr. 31.12.2013, ytri staðfestingar á skatttekjur, útreikning lífeyrisskuldbindinga og breytingar á reikningsskilaaðferð Félagsbústaða.

Undir þessum lið mæta á fundinn Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson.

4. Lagt fram ellefu mánaða uppgjör A-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar.

5. Innri endurskoðun – kynning á niðurstöðum úttektar á uppgjörsferli.

Undir þessum lið mæta á fundinn Atli Þór Þorvaldsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Ingunn Þórðardóttir og Kristíana Baldursdóttir. 

6. Undirritun fundargerðar.

Fundi slitið kl. 11:06

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnend 20.1.2014 - prentvæn útgáfa