Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 61

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, mánudaginn 9. desember, var haldinn 61. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8.41. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Rætt um drög að sameignarsamningi Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar um Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að senda formanni borgarráðs umsögn um drög að sameignarsamningi.

2. Starfs- og endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar kynnt Endurskoðunarnefnd samþykkir endurskoðunaráætlun fyrir árin 2014 og 2015 og vísar henni til borgarráðs til staðfestingar.

3. Rætt um fyrirhugaða viðhorfskönnun endurskoðunarnefndar sem er liður í sjálfsmati.

4. Önnur mál – formaður gerði grein fyrir efni fundar með borgarritara þar sem farið var yfir samskipti við ytri endurskoðendur og sameignarsamning Orkuveitu Reykjavíkur

Fundi slitið kl. 11.36

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarn_0912.pdf