Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 58

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, föstudaginn 22. nóvember, var haldinn 58. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3.hæð, og hófst kl. 13.04. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Lagður fram spurningalisti í tengslum við sjálfsmat endurskoðunarnefndar. Spurningarnar varða sjálfsmat nefndarinnar á störfum síðasta starfsárs og hefur þeim öllum verið svarað og niðurstaðan staðfest af öllum sem skipuðu nefndina á síðasta starfsári. Spurningalistinn ásamt niðurstöðum samþykktur á fundinum.

2. Kynnt störf endurskoðunarnefndar. Jón Gnarr, borgarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Rætt um endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar.

4. Kynning á níu mánaða árshlutareikningi Reykjavíkurborgar. Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, borgarbókari, Halldóra Káradóttir, skrifstofustjóri fjármála og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 16.28

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarn_2211.pdf