Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 57

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, þriðjudaginn 12. nóvember, var haldinn 57. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 11, Tjarnarbúð, og hófst kl. 15.34. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Sigrún Lilja Sigmarsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur sátu fundinn; Sigríður Ármannsdóttir, Gylfi Magnússon og Per Matts Henje.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram og undirritað samkomulag um samstarf endurskoðunarnefnda Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur.

2. Endurskoðunarnefnd OR hefur fjallað um níu mánaða uppgjör Orkuveitu Reykjavíkur. Formaður endurskoðunarnefndar OR fór yfir helstu málefni uppgjörsins sem voru til umfjöllunar hjá nefndinni.

3. Rætt um óhæði ytri endurskoðanda sbr. eftirlitshlutverk endurskoðunarnefnda.

4. Rætt um starfs- og verkáætlun endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur, en áætlað er að starfs- og verkáætlun nefndarinnar liggi fyrir í ársbyrjun 2014.

5. Rætt um sjálfsmat endurskoðunarnefnda.

6. Formaður endurskoðunarnefndar OR óskar eftir því að fá afrit af fundargerðum endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar í þeim tilvikum sem endurskoðunarnefndirnar koma saman.

Fundi slitið kl. 16.28

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarn_1211.pdf