Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 56

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, föstudaginn 8. nóvember, var haldinn 56. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 11, Tjarnarbúð, og hófst kl. 09.06. Viðstödd voru: Inga Björg Hjaltadóttir, Ólafur B. Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Sigrún Lilja Sigmarsdóttir. Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar var viðstaddur allan fundinn.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á verkefnaáætlun Innri endurskoðunar fyrir árin 2013 - 2015

2. Lögð fram til kynningar samskiptaáætlun ytri endurskoðenda fyrir endurskoðun 2013 dags. 8. þ.m. ásamt staðfestingu á óhæði. Meðfylgjandi samskiptaáætlun er yfirlit yfir skipulagningu endurskoðunar 2013 fyrir aðalsjóð og eignasjóð. Einnig endurskoðunarfyrirmæli vegna endurskoðunar 2013 fyrir Reykjavíkurborg. IE13110003 Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ingunn Þórðardóttir, Arna G. Tryggvadóttir og Guðmundur Snorrason taka sæti á fundinum undir liðum 1 og 2.

3. Lagt fram bréf PricewaterhouseCoopers ehf. dags. 8. nóvember 2013 varðandi staðfestingu á efni gildandi ráðningarbréfs endurskoðenda. IE13110003 Samþykkt.

4. Lagt fram bréf varðandi samkomulag um samstarf endurskoðunarnefnda Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt og sent endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur til staðfestingar.

5. Lögð fram verkáætlun endurskoðunarnefndar fyrir veturinn 2013-2014 Samþykkt.

6. Fram fer umræða um sjálfsmat endurskoðunarnefndar.

7. Lagðar fram samstarfsreglur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar og Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Samþykkt.

8. Rætt um níu mánaða uppgjör Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að óska eftir kynningu endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur.

9. Rætt um eftirlit endurskoðunarnefndar með vinnuferli reikningsskila. Samþykkt að óska eftir kynningu Fjármálaskrifstofu á 9 mánaða uppgjöri.

Fundi slitið kl. 11.36

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarn_0811.pdf