Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, miðvikudaginn 30. október, var haldinn 55. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 11:03. Viðstödd voru: Ólafur Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Undirritun síðustu fundargerðar.
2. Útboð endurskoðunarþjónustu Reykjavíkurborgar R13010235 Rætt um verksamning og útfærslu á samskiptum endurskoðunarnefndar og verksala, KPMG. Undir þessum lið mæta á fundinn Auður Þórisdóttir, Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir.
Klukkan 11:15 tekur Inga Björg Hjaltadóttir sæti á fundinum.
Samþykkt að KPMG skili inn lýsingu á öllum verkefnum fyrir Reykjavíkurborg og fyrirtæki innan samstæðu sem eru í gangi innan KPMG.
3. Lagt fram minnisblað formanns endurskoðunarnefndar til borgarráðs Reykjavíkur dags. 21. þ.m. um rýningu endurskoðunarnefndar á undirbúningsferli fjárhagsáætlunar 2014 með hliðsjón af gildandi reglum Reykjavíkurborgar um gerð fjárhagsáætlunar.
4. Lagt fram bréf frá skrifstofustjóra skrifstofu þjónustu og reksturs þar sem óskað er eftir mati endurskoðunarnefndar á hæfi KPMG í Danmörku vegna fyrirhugaðrar hugbúnaðarleyfaúttektar fyrir IBM dags. 18. þ.m. Jafnframt lagt fram svar formanns endurskoðunarnefndar dags. 28. þ.m. um að úttekt þessi skerði ekki óhæði KPMG á Íslandi að uppfylltum skilyrðum. R13080013 Bréf formanns endurskoðunarnefndar samþykkt.
5. Lagt fram bréf frá skrifstofustjóra skrifstofu þjónustu og reksturs þar sem óskað er eftir mati endurskoðunarnefndar á hæfi Deloitte í Belgíu vegna fyrirhugaðrar hugbúnaðarleyfaúttektar fyrir Microsoft Corporation, dags. 18. þ.m. Jafnframt lagt fram svar formanns endurskoðunarnefndar dags. 28. þ.m. um að umrædd þjónusta muni ekki brjóta í bága við ákvæði um óhæði endurskoðenda Reykjavíkurborgar. R13080013 Bréf formanns endurskoðunarnefndar samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:33
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarn_3010_0.pdf