Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 53

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, föstudaginn 14. október, var haldinn 53. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 8.35. Viðstödd voru: Inga Björg Hjaltadóttir, Ólafur Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Undirritun síðustu fundargerðar.

2. Rætt um stöðu regluvarðar hjá Reykjavíkurborg að beiðni borgarráðs um umsögn endurskoðunarnefndar. Samþykkt að formaður sendi borgarráði umsögn nefndarinnar.

3. Rætt um framgang úttektar Innri endurskoðunar á uppgjörsferlinu hjá Reykjavíkurborg. Undir þessari umræðu mætir á fundinn Ingunn Þórðardóttir, sérfræðingur hjá Innri endurskoðun.

4. Rætt um samskipti Innri endurskoðunar og innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur í ljósi þess hlutverks Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að hafa eftirlit með dótturfélögum borgarinnar.

5. Rætt um samskipti endurskoðunarnefnda Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur.

6. Rætt um drög frá innkaupadeild Fjármálaskrifstofu að samningi um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg á grundvelli útboðs nr. 12938. Samþykkt að formaður fari yfir drögin með deildarstjóra innkaupadeildar.

7. Rætt um verkefni endurskoðunarnefndar framundan. Staðfest að verkefnum samkvæmt verkefnaáætlun síðasta árs sé lokið.

8. Rætt um fjárhagsramma Innri endurskoðunar og endurskoðunarnefndar.

Fundi slitið kl. 11.52

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskodunarn_1410.pdf