Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, föstudaginn 27. september, var haldinn 52. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 8.35. Viðstödd voru: Inga Björg Hjaltadóttir, Ólafur Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Undirritun síðustu fundargerðar.
2. Fram fer umræða um útboð endurskoðunarþjónustu og framgang málsins innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar. Innkauparáð hefur fjallað um niðurstöður endurskoðunarnefndar varðandi útboðið og vísað til borgarráðs sem mun vísa tillögu endurskoðunarnefndar um val á endurskoðunarfyrirtæki til borgarstjórnar.
3. Fram fer umræða um verkefni endurskoðunarnefndar framundan og gerð verkáætlunar fyrir veturinn. Undir þessum lið er upplýst að sjálfsmat endurskoðunarnefndar er í vinnslu. Einnig rætt um aðkomu endurskoðunarnefndar að eftirliti með framgangi fjárhagsáætlunar.
4. Erindi frá borgarráði. Staðsetning regluvarðar innan fjármálaskrifstofu – til umsagnar Lagt til að Inga Björg Hjaltadóttir taki að sér að vinna umsögn fyrir endurskoðunarnefnd.
5. Fram fer umræða um fjárhagsramma Innri endurskoðunar.
6. Fram fer umræða um samskipti endurskoðunarnefnda Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Formaður gerir grein fyrir fundi sem hann átti með formanni endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur og að sameiginlegur flötur kunni að vera finnast.
7. Fram fer umræða um samskipti og samvinnu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar við innri endurskoðunardeild Orkuveitu Reykjavíkur.
Fundi slitið kl. 12.03
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskodunarn_2709.pdf