Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 50

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, föstudaginn 30. ágúst, var haldinn 50. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 11.39. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, J. Sturla Jónsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um samkomulag um samskipti endurskoðunarnefnda.

2. Farið yfir tilboð bjóðenda í endurskoðunarþjónustu fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar. Undir þessum lið taka sæti á fundinum Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, innkaupadeild og Eyþóra Kristín Geirsdóttir, skrifstofu borgarlögmanns. Samþykkt að senda innkauparáði niðurstöðu nefndarinnar.

3. Fram fer umræða um sjálfsmat endurskoðunarnefndar.

4. Lagt til að fundað verði með borgarritara um fjárhagsramma Innri endurskoðunar fyrir fjárhagsárið 2014 í samræmi við ákvæði 6. gr. samþykktar endurskoðunarnefndar. Samþykkt.

5. Lögð fram lausnarbeiðni Sturlu Jónssonar dags. 21. ágúst sl.. Vísað til borgarstjórnar. Aðrir fulltrúar endurskoðunarnefndar leggja fram svohljóðandi bókun: Sturlu Jónssyni eru þökkuð góð störf í endurskoðunarnefndinni og farsælt starf við þróun verklags nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 15.30

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir J. Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskodunarn_3008.pdf