Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 48

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 14. ágúst, var haldinn 48. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 8:40. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Undirritun síðustu fundargerðar.

2. Útboð endurskoðunarþjónustu. Farið yfir tilboð bjóðenda í endurskoðunarþjónustu fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar. Frestað.

3. Ferli við gerð fjárhagsáætlunar.

4. Verkefni framundan. Áformað að vinna að verkáætlun fyrir komandi haust og vetur og vinna við sjálfsmat. Jafnframt þarf að fylgja eftir skýrslu Deloitte um uppgjörsferlið.

5. Samskiptamál. Áformað er að formaður endurskoðunarnefndar OR, formaður endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar og innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hittist og fari yfir þessi mál.

Fundi slitið kl. 11.04

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarn-1408.pdf