Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 44

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 3. júlí, var haldinn 44. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 8:30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Samskiptareglur Samskiptareglur endurskoðunarnefndar og Fjármálaskrifstofu. Endurskoðunarnefnd var ekki upplýst fyrirfram um niðurstöður og álitamál í fyrsta árshlutareikningi ársins 2013. Lögð er áhersla á að samskiptareglum sé fylgt og að endurskoðunarnefnd fái tækifæri til að rýna ársfjórðungsuppgjör með góðum fyrirvara.

2. Uppgjörsferill. Endurskoðunarnefnd leggur áherslu á að Innri endurskoðun fylgi eftir úttekt Deloitte á uppgjörsferli sem fyrst.

3. Farið yfir stöðu útboðslýsingar fyrir útboðið á ytri endurskoðun samstæðu Reykjavíkurborgar.

Opnun tilboða 23. júlí og úrvinnslutími 8 vikur. Rætt um að halda upplýsingafund þar sem farið verður yfir niðurstöður með forsvarsmönnum b hluta fyrirtækja.

4. Sjálfsmat endurskoðunarnefndar Rætt um að gera könnun meðal borgarstjórnarfulltrúa og æðstu embættismanna til að byggja undir árlegt sjálfsmat endurskoðunarnefndar.

Fundi slitið kl. 11.00

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarn-0307.pdf