Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 43

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 31. maí, var haldinn 43. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 15:00. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Undirritun fundargerða.

2. Útboðsmál. Farið yfir stöðu útboðslýsingar fyrir útboðið á ytri endurskoðun samstæðu Reykjavíkurborgar. a. Áætlað er að útboðið verði auglýst í næstu viku, miðvikudag eða fimmtudag. Gert er ráð fyrir afhendingu gagna 10. og 11. júní. b. Vinnsla við gagnaherbergi, sem er hluti af útboðslýsingu, er á lokastigi og ætti það að vera tilbúið í lok næstu viku.

3. Yfirferð útboðslýsingar með endurskoðunarnefnd OR: Á fundinn kom endurskoðunarnefnd OR; Sigríður Ármannsdóttir, Gylfi Magnússon og Ingvar Garðarsson. Auk þeirra var fulltrúi frá innkaupaskrifstofu OR, Hálfdán Gunnarsson. a. Farið var yfir gagnaöflun frá OR í tengslum við uppsetningu gagnaherbergis. b. Farið yfir útboðslýsingu og nokkur atriði rædd.

4. Samskipti Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og OR voru rædd. Ákveðið var að skilgreina farveg fyrir skilvirk samskipti og stilla upp verklagi þess efnis. Einnig var ákveðið að fara yfir samskipti endurskoðunarnefnda OR og Reykjavíkurborgar. Áformað er að í sumar hittist formaður endurskoðunarnefndar OR, formaður endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar og innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar og fari yfir þessi mál.

Fundi slitið kl. 16.30

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd-3105.pdf