No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, miðvikudaginn 10. maí, var haldinn 42. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Undirritun fundargerða.
2. Útboðsmál – Farið yfir stöðu útboðsmála. Gerð grein fyrir fundi með borgarritara og borgarlögmanni.
3. Uppgjörsferillinn.
a. Sif Einarsdóttir frá Deloitte lagði fram lokagögn er varða úttekt á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar; bréf með lýsingu á verkefninu og helstu atriðum til úrbóta, skjal með lýsingu á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar og áhættumatsskjal, þar sem helstu áhættuþættir við uppgjörsferilinn eru dregnir fram.
b. Endurskoðunarnefndin ætlar að veita umsögn um þessa vinnu og senda til Fjármálaskrifstofu. Einnig mun nefndin óska eftir því að Innri endurskoðun fylgi þessu verkefni eftir strax á haustmisseri.
4. Verkefni framundan. Farið yfir verkefnisblað formanns endurskoðunarnefndar varðandi helstu verkefni framundan.
a. Yfirlestur á drögum um útboðslýsingu. Frestað, beðið eftir uppfærðum drögum frá Fjármálaskrifstofu.
b. Rætt um tímaramma útboðsins, a-hluti frá og með 2014 og b-hluta félaga frá og með 2013.
c. Fjalla þarf um fyrirkomulag samskipta endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar við endurskoðunarnefnd OR, stjórnir einstakra b-hluta félaga og fyrirkomulag innri endurskoðunar, þá sérstaklega samskipti Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar.
d. Hæfiskröfur. Nefndin vinnur að því að ljúka við gerð lýsingar á hæfiskröfum í næstu viku.
e. Joint audit. Setja þarf saman texta er skýrir mögulegt fyrirkomulag um „joint audit“
f. Innra eftirlitskerfi samstæðunnar, kafli 3. drög að lýsingu liggur fyrir.
g. Gagnaherbergi – uppsetning rafræns gagnaherbergis. Innri endurskoðun ætlar að setja það upp fyrir lok næstu viku. Einnig þarf að setja upp texta sem fjallar um öryggi og trúnað bjóðenda varðandi aðgengi að gagnaherberginu.
h. Kynning á útboðslýsingu. Taka upp við verkefnishóp.
i. Mat á tilboðum. Rætt um hvernig staðið væri að mati að útboðinu, hlutverk mismunandi aðila máls í þeim efnum og ferlið í tengslum við það.
Fundi slitið kl. 11.30
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarn-1005.pdf