Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, miðvikudaginn 24. apríl, var haldinn 41. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Undirritun fundargerða.
2. Innri endurskoðun – staða verkefna sem snúa að fjárhagsendurskoðun. Farið yfir þau verkefni á endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar er varða fjárhagsendurskoðun og gerði starfandi innri endurskoðandi grein fyrir stöðu verkefna.
3. Endurskoðunarnefnd OR. Á fundinn kom endurskoðunarnefnd OR; Sigríður Ármannsdóttir, Gylfi Magnússon og Ingvar Garðarsson. Farið var yfir:
a. Möguleg álitamál varðandi fyrsta árshlutareikning 2013, fyrir OR.
b. Stöðu útboðsmála og gagnaöflun er snýr að innra eftirliti. Farið yfir hugmynd að rafrænu gagnaherbergi er á að halda utan um upplýsingar um innra eftirlit, byggt á COSO. Endurskoðunarnefndi OR hefur rætt við starfsmenn OR í tengslum við gagnaöflun um innra eftirlit fyrir útboðið. Sagt frá rekstrarhandbók OR sem ætti að taka á öllum þáttum COSO.
4. Útboðsmál.
a. Farið var yfir stöðu mála og gerð grein fyrir að fundur verður með borgarritara og fjármálastjóra og innkaupastjóra 3. maí nk. þar sem farið verður yfir framgang útboðsmála.
b. Gerð var grein fyrir frumdrögum að útboðslýsingu.
c. Gagnaherbergi – innra eftirlit. Innri endurskoðun vinnur að uppsetningu gagnaherbergis í samvinnu við UTM. Einnig hafa bréf verið send til framkvæmdastjóra stærri b-hlutafélaga þar sem óskað er eftir gögnum sem vista á í gagnaherberginu.
5. Skýrsla endurskoðunarnefndar. Farið var yfir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og ákveðið að nefndarmenn myndu hittast sérstaklega til að ljúka við gerð skýrslunnar.
Fundi slitið kl. 11.30
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarn-2404.pdf