No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, miðvikudaginn 17. apríl, var haldinn 40. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12 og hófst kl. 08:30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Undirritun fundargerða.
2. Útboðsmál. Farið var yfir stöðu mála.
a. Aðkoma Innri endurskoðunar: Heldur utan um gagnaherbergið, bréf send til aðila máls og óskar eftir gögnum. Farið var yfir bréfið og listaðar upp spurningar og gögn sem þurfa að komast í gagnaherbergið. Haft verði samband við borgarritara og verkefnishóp útboðsins, bréfið kynnt og yfirfarið og samræmt við aðra gagnaöflun.
b. Fundur með borgarritara og verkefnishóp verði í lok vikunnar og farið yfir stöðu útboðsmála.
3. Ársreikningur 2012. Rætt um álitamál í tengslum við ársreikningsgerð. Formaður endurskoðunarnefndar ætlar að hafa samband við ytri endurskoðendur.
4. Ákveðið var að boða endurskoðunarnefnd OR á fund nk. miðvikudag.
5. Skýrsla endurskoðunarnefndar til borgarráðs og borgarstjórnar. Farið yfir drög að ramma og/eða efnisyfirliti fyrir skýrsluna. Farið var yfir einstaka kafla og efnisatriði sem þar þyrftu að koma fram og helstu ábendingar. Hópurinn skipti með sér verkum.
6. Samskipti við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Lagt var fram minnisblað um samskipti nefndarinnar við Innri endurskoðun. Minnisblaðið hafði verið kynnt starfandi innri endurskoðanda sem gerði engar athugasemdir við efni þess og var það samþykkt á fundinum.
Fundi slitið kl. 11.30
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarn-1704.pdf