No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, mánudaginn 8. apríl, var haldinn 38. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir en Sturla Jónsson forfallaðist. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Ársreikningur 2012. Á fundinn komu fjármálastjóri, Birgir Björn Sigurjónsson, og fulltrúar frá skrifstofunni, Halldóra Káradóttir og Gísli H Guðmundsson. Lögð voru fram drög að ársreikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir 2012 og drög að skýrslu Fjármálaskrifstofu við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar.
2. Farið yfir drög að ársreikningi samstæðu borgarinnar og kynntir helstu liðir rekstrar- og efnahagsreikningsins og þau áhrif sem ytra umhverfi borgarinnar hefur á stærðir í ársreikningi. Farið var sérstaklega yfir stöðu Orkuveitunnar og lykilgerninga í tengslum við rekstur félagsins.
3. Rætt var um framsetningu ársreiknings.
4. Rætt var um uppgjörsferil og samskipti við b-hluta félög við ársreikningsgerðina.
Fundi slitið kl. 10.30
Ólafur B. Kristinsson Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnend 8.4.2013 - prentvæn útgáfa