Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 37

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 2. apríl, var haldinn 37. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Undirritun fundargerða.

2. Ársreikningur 2012. Ákveðið var að hitta fjármálastjóra nk. mánudag 8. apríl og fara yfir ársreikning samstæðu borgarinnar. Fjármálastjóri ætlar að senda ársreikninginn til nefndarinnar í vikunni. Einnig var farið yfir minnisblað frá borgarbókara um álitamál við ársreikningsgerð.

3. Farið var yfir samskipti nefndarinnar við ytri endurskoðendur og Fjármálaskrifstofu í tengslum við vinnu við ársreikningsgerð. 

4. Ákveðið var að boða ytri endurskoðendur á fund nk. fimmtudag 4. apríl kl. 08:30. Tilefnið er að fara yfir álitamál sem komið hafa upp við ársreikningsgerðina og tímasetningar í tengslum við skil á ársreikningi samstæðunnar fyrir 2012.

5. Skýrsla endurskoðunarnefndar OR. Farið yfir skýrslu endurskoðunarnefndar OR og hún rædd.

6. Sameiginlegt útboð endurskoðunarþjónustu fyrir samstæðu borgarinnar. Lagt var fram minnisblað um væntanlega útboðslýsingu. Farið yfir framgang verkefnisins og helstu verkþætti sem þarf að ljúka hið fyrsta: 

a. Minnisblað um hæfiskröfur og aðkeypta þjónustu.

b. Gagnaherbergi – uppstilling gagnaherbergis á grundvelli COSO-líkans. Næstu skref er að skilgreina flokkun og gera aðilum máls grein fyrir tilgangi og uppbyggingu gagnaherbergis.  

c. Fylgja eftir stöðu verkstjórnar þessa verkefnis hjá borgarritara.

Fundi slitið kl. 11.30

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnend 2.4.2013 - prentvæn útgáfa