Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 36

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 20. mars, var haldinn 36. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Undirritun fundargerða.

2. Endurskoðunarnefnd OR. Á fundinn kom endurskoðunarnefnd OR; Sigríður Ármannsdóttir, Gylfi Magnússon og Ingvar Garðarsson.

a. Farið var yfir framgang vinnu við ársreikning OR og helstu viðfangsefni sem vert er að vekja athygli á í tengslum við lokafrágang ársreikningsins.
b. Einnig gerði nefndin grein fyrir því að skýrsla endurskoðunarnefndar verði lögð fyrir stjórn OR og í framhaldi af því muni sú skýrsla vera send endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar.
c. Útboðsmál. Rætt um framgang útboðsmála. Fram kom að endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur stillt upp samræmdum ramma um umfjöllun um innra eftirlitskerfi A-hluta og einstakra B-hluta félaga í væntanlegri útboðslýsingu. Jafnframt er áformað að setja upp gagnaherbergi sem skipulagt verður á grundvelli flokkunar eins og birtist í COSO-líkaninu.
d. Innra eftirlit hjá OR. Farið var lauslega yfir uppbyggingu á innra eftirliti hjá OR. Óskað var eftir gögnum er fjalla um innra eftirlit OR.
e. Farið var yfir skilgreiningu á hæfiskröfum í tengslum við útboðsgerðina.

3. Farið yfir minnisblað um væntanlega útboðslýsingu. Rætt um útfærslu á hugmyndinni um gagnaherbergi varðandi gögn um innra eftirlit, þ.e hvaða gögn eigi að vera þar og í hvaða formi þau eiga að berast.

4. Uppgjörsferill. Formaður gerði grein fyrir samskiptum við fulltrúa frá Deloitte. Verkefninu mun ljúka í fyrstu vikunni eftir páska með skýrsluskilum til endurskoðunarnefndar.

5. Rætt um fyrirkomulag og upplýsingagjöf í tengslum við ársreikninga og ársskýrslu B-hluta félaga.

Fundi slitið kl. 11.30

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd_200313(1).pdf