No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, miðvikudaginn 8. mars, var haldinn 35. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Undirritun fundargerða.
2. Ársreikningur 2012. Farið yfir stöðu framgangs ársreiknings. Endurskoðunarnefnd mun funda með fjármálaskrifstofu og ytri endurskoðun, ásamt innri endurskoðun n.k. mánudag. Rætt um nauðsyn þess að ársreikningar B-hluta liggi fyrir til þess að endurskoðunarnefndin geti farið yfir stöðu þessara félaga.
3. Farið yfir störf endurskoðunarnefndar OR. Á fundinn mætti formaður endurskoðunarnefndar OR og gerði grein fyrir störfum nefndarinnar.
a. Ársreikningur fyrir 2012. Endurskoðunarnefnd ætlar að funda á næstu dögum með stjórnendum OR og ræða forsendur og matsleiðir. Beðið er eftir niðurstöðu virðisrýrnunarprófa.
b. Gerð var grein fyrir því að nokkur umbótaverkefni fóru í gang í framhaldi af skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar um OR.
c. Framundan eru stór mál í meðferð eigenda varðandi uppskiptingu félagsins og bíður endurskoðunarnefndin eftir niðurstöðu þeirra.
d. Rætt um samskipti innri endurskoðunar OR og innri endurskoðunar RVK.
4. Uppgjörsferillinn: Formaður gerði grein fyrir fundi með fulltrúa frá Deloitte. Farið var yfir skjal sem formaður nefndarinnar lagði fram. Lokaskil verða í næstu viku. Í framhaldi af þessari vinnu þurfa endurskoðunarnefnd og innri endurskoðun að fylgja því eftir.
5. Útboðsmál – farið yfir útboðsmálin. Rætt um lýsingu á „innra eftirlitskerfi með fjárhagsupplýsingum og innri endurskoðun hvers félags“. Ákveðið var að hitta fjármálastjóra í framhaldi af FER fundi og fara yfir framgang verkefnisins.
6. Formaður endurskoðunarnefndar gerði grein fyrir nýju leiðbeiningarriti „Vegvísi“ á vegum Félags löggiltra endurskoðenda.
Fundi slitið kl. 11.40
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir
Sturla Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd_080313.pdf