Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 346

Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 346

Endurskoðunarnefnd

Ár 2026, mánudaginn 26. janúar var haldinn 346. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:08. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir.

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til kynningar skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. febrúar 2025 til 31. janúar 2026, dags. 26.01.2026. IER26010012

    Ólöf Marín Úlfarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Klukkan 10:10 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á verkefnum áhættustjóra Reykjavíkurborgar á árinu 2025. IER26010013

    Stefanía Scheving Thorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á launaferli Reykjavíkurborgar. IER23090018

    Ingunn Ólafsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Lögð fram eftirfarandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu og gagnlega úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á launaferli Reykjavíkurborgar. Að mati nefndarinnar er úttektin vel unnin en vakin er athygli á að þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslunni eru alvarlegar. Mikilvægt er að brugðist sé við ábendingunum sem fyrst og að þeim verði fylgt vel eftir. Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að innleiðingu nýs starfsmanna- og launakerfis verði hraðað eins og unnt er og þess gætt að hugbúnaður verði eftirleiðis uppfærður með reglubundnum hætti. Mikilvægt er að stjórnendur axli þá ábyrgð sem felst í staðfestingu launa en eins og fram kemur í skýrslunni hefur orðið misbrestur á því. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til borgarráðs.

     

  4. Fram fer umræða um rekstur og starfsemi Innri endurskoðunar og ráðgjafar. IER25110019

    -    Klukkan 12:24 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi.

     

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi Strætó bs. dags. 23.12.2025 um aukaverk ytri endurskoðenda varðandi mat á eignum Strætó bs. í tengslum við nýstofnað félag, Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins. IER26010007

    Lögð fram eftirfarandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Óskað er eftir að ytri endurskoðendur leggi mat á hvernig þetta verkefni fellur að þeim óhæðisreglum sem þeir starfa eftir áður en nefndin tekur afstöðu til erindisins.

     

Fundi slitið kl. 12:35

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 26. janúar 2026