Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 343
Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, fimmtudaginn 18. desember var haldinn 343. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 15:15. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Innri endurskoðandi starfar í umboði borgarráðs. Hann er engum háður í störfum sínum og honum ber að njóta faglegs sjálfstæðis gagnvart allri stjórnsýslu borgarinnar. Samkvæmt fyrri samþykkt fyrir endurskoðunarnefnd gerði hún tillögu til borgarstjórnar um ráðningu innri endurskoðanda. Borgarráð hefur nú það hlutverk að ráða innri endurskoðanda. Samþykkt endurskoðunarnefndar um ráðningu innri endurskoðanda var fyrir breytingu ætlað að tryggja sjálfstæði og óhæði innri endurskoðanda gagnvart æðstu stjórnendum borgarinnar. Í hátt á annað ár hefur ekki verið starfandi innri endurskoðandi hjá Reykjavíkurborg sem ráðinn er í samræmi við samþykkt endurskoðunarnefndar. Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar gagnrýnir að samþykkt um endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hafi verið breytt þannig að ráðning hans muni ekki samræmast góðum stjórnarháttum. Sá mikli dráttur sem orðið hefur á ráðningu hans er mjög ámælisverður að mati nefndarinnar.
Fundi slitið kl. 15:35
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 18. desember 2025