Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 15. desember var haldinn 342. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:08. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig sat fundinn Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á netöryggi hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs., dags. í dag.
Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER25030008
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á meðferð ábendinga, beiðna og kvartana hjá Félagsbústöðum, dags. í dag.
Ingunn Ólafsdóttir og Skúli Magnússon taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER25020019
-
Lögð fram orðsending Innri endurskoðunar og ráðgjafar varðandi viðbrögð A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar vegna eftirfylgni endurskoðunarnefndar með ábendingum ytri endurskoðenda.
Kristín Henley Vilhjálmsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. IER25100005
-
Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025 og lögð fram lokadrög að starfsskýrslum Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Faxaflóahafna sf. fyrir starfsárið 2024-2025, dags. desember 2025. IER25080003
Samþykkt.
-
Fram fer umræða um rekstur og starfsemi Innri endurskoðunar og ráðgjafar. IER25110019
- Kl. 12:08 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundinum.
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
- Kl. 12:16 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundinum.
- Kl. 12:16 tekur Ingunn Ólafsdóttir sæti á fundinum.
Fundi slitið kl. 12:42
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 15. september 2025