Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 1. desember var haldinn 341. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir boðuðu forföll. Einnig sat fundinn Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að árshlutareikningi Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar – 30. september 2025, dags. 28. nóvember 2025, ásamt trúnaðarmerktri greinargerð fagsviða með árshlutareikningi janúar – september 2025 og trúnaðarmerktri skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar með árshlutareikningi janúar – september 2025.
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER25010013
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á samandregnum árshlutareikningi Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 30. september 2025. Endurskoðunarnefnd þakkar greinargóða kynningu og telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í borgarráði.
-
Fram fer kynning á verkefnum og stöðu áhættustjórnunar hjá Reykjavíkurborg og samstæðu. IER25110010
Stefanía Scheving Thorsteinsson og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagðar fram niðurstöður síðari eftirfylgniúttektar IER hjá móðurfélagi Orkuveitunnar og dótturfélögunum Ljósleiðaranum, Orku náttúrunnar og Carbfix, á aðfangaferli hjá Orkuveitunni. IER25080001
-
Fram fer umræða um rekstur og starfsemi Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar. IER25110019
-
Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025. IER25080003
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
Fundi slitið kl. 13:01
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 1. desember 2025