Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 34

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 20. febrúar, var haldinn 34. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Undirritun fundargerða.

2. Drög að áhættustefnu Reykjavíkurborgar. Á fundinn mættu fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og sérfræðingur á Fjármálaskrifstofu. Farið var yfir drögin sem báru nýtt heiti: „Stefna Reykjavíkurborgar vegna fjárhagslegrar áhættu“. Endurskoðunarnefnd kynnti drög að umsögn og farið var yfir ábendingar endurskoðunarnefndar.

3. Uppgjörsferillinn; á fundinn mætti fulltrúi frá Deloitte. Lagði fram vinnuskjal, þ.e. lýsing á ferlinu, framsetning þess í töflu og greining á ferlinu. Farið var yfir vinnuskjölin og rætt um þau atriði sem þyrftu dýpri umfjöllun.

4. Endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar. Farið var yfir framgang þeirra þátta sem snúa að áreiðanleika fjárhagsupplýsinga. Einnig kynnti Innri endurskoðun framgang vinnu við mat á eftirlitsumhverfinu.

5. Framgangur útboðsmála endurskoðunarþjónustu. Frestað.

Fundi slitið kl. 11.45

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir

Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd_200213(1).pdf