No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, miðvikudaginn 6. febrúar, var haldinn 33. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Undirritun fundargerða.
2. Á fundinn mættu Guðmundur Snorrason, Arna Tryggvadóttir og Helga H. Bjarnadóttir frá PWC. Lögð fram gögn er lýstu framgangi endurskoðunarvinnunnar; uppfærða endurskoðunar- og samskiptaáætlun og þ.m.t. framvinduyfirlit með tímasetningum. Farið var yfir helstu niðurstöður úr aðgerðarendurskoðun. Gert er ráð fyrir að aðgerðarendurskoðun verði tilbúin 20. febrúar.
a. Fram kom að afstemming í tengslum við útsvarið hefur batnað. Einnig var vakin athygli á að útreikningar útsvarsferils eru enn ekki í lagi af hálfu ríkisins. Bent var á að útreikningur útsvarsstofns sé á ábyrgð ríkisins og mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög að sá ferill sé yfirfarinn, sbr. ábendingar Innri endurskoðunar.
b. Fram kom að þó nokkrar áhættur lægju enn í tölvumálum.
c. Samstæðuuppgjör. Tímasetningar eru þröngar; skil til ytri endurskoðunar ekki fyrir fyrr en 8. apríl og svo á að leggja uppgjörið fram til kynningar í borgarráði 11. apríl.
3. Rætt um gæði svara B-hluta félaga við tilkynningum um áhættur í rekstri, svokölluðum „early warning“-skýrslum B-hluta félaga til PWC.
4. Starfsmenn Innri endurskoðunar kynntu drög að skýrslu um úttekt á eignaskráningu Reykjavíkurborgar. Nefndarmenn bentu á nauðsyn þess að skýrslunni yrði fylgt vel eftir af hálfu yfirstjórnar Reykjavíkurborgar, þar sem um mikilvægt verkefni væri að ræða er varðar áreiðanleika í umsýslu og meðferð eigna.
5. Rætt um uppgjörsferil – Fulltrúar frá Deloitte mættu á fundinn og fóru yfir frumdrög greinargerðar Deloitte um uppgjörsferilinn. Rætt var m.a. um að gera skýrari greinarmun á mánaðauppgjöri, ársfjórðungsuppgjöri og ársuppgjöri. Fulltrúar Deloitte vinna skjalið áfram og stilla upp í töfluformi helstu verkþáttum og áhættuþáttum í ferlinu.
6. Áhættustefna Reykjavíkurborgar – umræðu frestað.
Fundi slitið kl. 11.30
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir
Sturla Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd-060213.pdf