Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 338

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, mánudaginn 3. nóvember var haldinn 338. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.  Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að ráðningarbréfi PricewaterhouseCoopers (PwC) dags. 15.10.2025 til eins árs um innri endurskoðun SORPU bs. ásamt erindisbréfi innri endurskoðunar og drögum að óhæðisyfirlýsingu innri endurskoðenda. Jafnframt lögð fram drög að verkefnisáætlun PwC vegna ársins 2025. IER25100006

    Jón Sigurðsson og Magnús Vignisson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Samþykkt og vísað til stjórnar SORPU bs.

    -    Kl. 10:47 tekur Einar S. Hálfdánarson sæti á fundinum.

     

  2. Lögð fram drög að verkefnisáætlun Deloitte að innri endurskoðun Strætó bs. vegna ársins 2025, dags. 03.11.2025. IER25100007

    Sara Fönn Jóhannesdóttir, Sindri Björnsson og Jóna Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Frestað.

     

  3. Fram fer kynning á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2026 og fimm ára áætlun 2026-2030. IER25100008

    Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Guðjón Hlynur Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
     

  4. Fram fer umræða um eftirfylgni endurskoðunarnefndar með ábendingum ytri endurskoðenda sem gerðar voru við endurskoðun ársreikninga ársins 2024. IER25100005

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd óskar eftir upplýsingum frá stjórnendum Reykjavíkurborgar og B hluta félaga um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda við endurskoðun ársreiknings ársins 2024 og óskar eftir því að svör berist nefndinni eigi síðar en 28. nóvember nk. 
     

  5. Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2025-2026.

    Frestað.
     

  6. Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025.

    Frestað.

    • Kl. 12:35 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi. 
       
  7. Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og lögð fram drög að erindisbréfi hæfnisnefndar. IER25030010

    Samþykkt. 
     

Fundi slitið kl. 12:48

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 3. nóvember 2025