Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 337

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, mánudaginn 13. október var haldinn 337. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:10. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum Innri endurskoðunar og ráðgjafar á samningaviðræðum Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða. IER24050011

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd telur skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjafar faglega unna, greinargóða og upplýsandi. Nefndin tekur undir þær úrbótatillögur sem fram koma í skýrslunni og leggur áherslu á að borgarráð bregðist við þeim með viðeigandi hætti.

    Lögð fram svohljóðandi bókun Einars S. Hálfdánarsonar:

    Úttekt IER á samningaviðræðum við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða er mjög vel fram sett. Hugleiðingar um eignarnám eru þó utan efnis málsins enda löng hefð fyrir því hjá Reykjavíkurborg að beita því ekki nema brýna nauðsyn beri til.
    Ég bendi á að grundvöllur samkomulaga við olíufélögin um fækkun bensínstöðva (eða dæla) var órökstuddur. Að fækkun dæla með jarðefnaeldsneyti leiði til minni losunar CO2 er alls óvíst og rökræn tengsl skorti. Hvað þá að markmiðið gæti náðst fyrir árið 2025. Bann við sölu bensín og díselbíla árið 2030 hefði fljótt náð loftslagsmarkmiðum eitt og sér, að ekki sé talað um fjölgun rafbíla. Margar fleiri tölulegar staðreyndir hníga í sömu átt. Sú niðurstaða að meginmarkmið Reykjavíkurborgar með samningaviðræðum við lóðarhafa bensínstöðvalóða hafi verið málefnaleg stenst því ekki að öllu leyti. Enda alveg óraunhæf og mælanleg, arðbær loftslagsmarkmið ekki einu sinni sett fram.
    Í tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sagði: „Ef byggingarnefndarteikningar, í samræmi við nýtt deiliskipulag, hafa verið samþykktar innan þriggja ára, frá samþykkt samningsmarkmiða, verður einungis krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa og eftir atvikum framkvæmdaaðila vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni.“ Tillagan tilgreinir hvergi berum orðum að þarna hygðist borgin afsala sér byggingarréttargjaldi.

    Samþykkt að vísa til borgarráðs.

    -    Kl. 11:19 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi.

     

  2. Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010

     

Fundi slitið kl. 11:29

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 13. október 2025