Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 6. október var haldinn 336. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:38. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Sigrún Guðmundsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Einar S. Hálfdánarson boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á innkaupum hjá Orkuveitunni og dótturfélögum. IER23010007
Ingunn Ólafsdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til stjórnar.
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum ráðgjafarverkefnis Innri endurskoðunar og ráðgjafar varðandi arðgreiðslur og lántökur hjá Faxaflóahöfnum. IER25050007
Ingunn Ólafsdóttir og Magnús Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til stjórnar.
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf. IER24100022
Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til stjórnar.
- Kl. 12:11 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi.
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda og hæfnisnefnd. IER25030010
Fundi slitið kl. 12:16
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 6. október 2025