Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, föstudaginn 3. október var haldinn 335. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á niðurstöðum Innri endurskoðunar og ráðgjafar á samningaviðræðum Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða. IER24050011
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10:51 víkur Sigrún Guðmundsdóttir af fundi.
Frestað.
-
Lögð fram umsögn Innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 22. ágúst 2025, um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 10. júlí 2025 um eftirfylgnikannanir. IER25080002
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
-
Lögð fram umsögn Innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 24. september 2025, um tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 14. ágúst 2025 um úttekt á veikindahlutfalli. IER25080008
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og skipan í hæfnisnefnd. IER25030010
Fundi slitið kl. 12:15
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 3. október 2025