Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, föstudaginn 12. september var haldinn 334. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 08:30. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um samþykkt borgarstjórnar þann 02.09.2025 á breytingu á samþykkt endurskoðunarnefndar. IER25030005
Líf Magneudóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið og Einar Þorsteinsson, Helga Þórðardóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti.
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
Líf Magneudóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið og Einar Þorsteinsson, Helga Þórðardóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd afhendir formanni borgarráðs minnisblað, dags. í dag, sem tekið er saman vegna umfjöllunar um samþykkt nefndarinnar og ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar með það að markmiði að tryggja að fyrirkomulag innri endurskoðunar hjá samstæðu Reykjavíkurborgar sé í samræmi við gildandi lög og reglur og alþjóðlega staðla um innri endurskoðun.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 09:45
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 12. september 2025