Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 1. september var haldinn 331. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig sat fundinn Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að árshlutareikningi A hluta Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025, trúnaðarmerkt drög að greinargerð B hluta fyrirtækja, trúnaðarmerkt drög að greinargerð fagsviða og trúnaðarmerkt drög að skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs með árshlutareikningnum. IER25010013
Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Klukkan 10:42 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á árshlutareikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025. Endurskoðunarnefnd þakkar greinargóða kynningu og telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í borgarráði.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á tekjuferli Faxaflóahafna. IER25050003
Ingunn Ólafsdóttir og Magnús Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt fyrir Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar og innri endurskoðanda. IER25030009
Ingunn Ólafsdóttir og Kristín Henley Vilhjálmsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.
-
Lögð fram drög að uppfærðum starfsreglum fyrir innri endurskoðunarþjónustu hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar. IER25030009
Ingunn Ólafsdóttir og Kristín Henley Vilhjálmsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
- Klukkan 11:46 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi.
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd óskar eftir fundi við fyrsta mögulega tækifæri með formanni borgarráðs og skrifstofustjóra borgarstjórnar til þess að fjalla um ráðningu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 12:07
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 1. september 2025