Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 18. ágúst var haldinn 330. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt drög að samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025, dags. 25. ágúst 2025.
Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Bryndís María Leifsdóttir, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER25010013
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025. Endurskoðunarnefnd þakkar greinargóða kynningu og telur að árshlutareikningurinn sé tilbúinn til framlagningar í stjórn Orkuveitunnar.
-
Fram fer umræða um vinnslu starfsskýrslna endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025.
IER25080003
-
Fram fer umræða um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2025-2026. IER25080004
Formanni og ritara endurskoðunarnefndar er falið að setja upp starfsáætlun nýs starfsárs.
-
Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt og starfsreglum endurskoðunarnefndar. IER25030005
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
- Klukkan 10:55 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir leggja fram svohljóðandi tillögu:
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkir að hefja undirbúning að ráðningu innri endurskoðanda eins og nefndinni ber að gera samkvæmt samþykkt um endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar.
Einar S. Hálfdánarson og Sunna Jóhannsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Innri endurskoðandi starfar í umboði borgarráðs. Hann er engum háður í störfum sínum og nýtur faglegs sjálfstæðis gagnvart allri stjórnsýslu borgarinnar. Endurskoðunarnefnd gerir tillögu til borgarstjórnar um ráðningu innri endurskoðanda. Framangreindri sérreglu er ætlað að tryggja sjálfstæði og óhæði innri endurskoðanda gagnvart æðstu stjórnendum borgarinnar. Hátt í annað ár hefur ekki verið starfandi innri endurskoðandi hjá Reykjavíkurborg sem ráðinn er af borgarráði í samræmi við tillögu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar. Þetta er algerlega óviðunandi, ekki bara fyrir Reykjavíkurborg, heldur einnig fyrir Orkuveituna og Félagsbústaði og samræmist engan veginn góðum stjórnarháttum.
Frestað.
Fundi slitið kl. 11:44
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 18. ágúst 2025