Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 329

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, mánudaginn 23. júní var haldinn 329. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til kynningar drög að trúnaðarmerktu rekstraruppgjöri A hluta Reykjavíkurborgar janúar – mars 2025, ásamt trúnaðarmerktri greinargerð, dags. 26. júní 2025.  

    Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason og Þorgerður Fjóla Hreinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER25010013

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á rekstraruppgjöri A hluta Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025. Endurskoðunarnefnd þakkar greinargóða kynningu og telur að rekstraruppgjörið sé tilbúið til framlagningar í borgarráði.

     

  2. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum eftirfylgnikönnunar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á áhættustjórnun Orkuveitunnar, dags. 20.05.2025.

    Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER24080024
     

  3. Fram fer umræða um ráðningarmál innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010

    -    Klukkan 11:40 víkur Einar S Hálfdánarson af fundi.

    Frestað. 
     

  4. Lagðar fram niðurstöður sjálfsmats endurskoðunarnefndar 2025 ásamt fylgibréfi starfandi innri endurskoðanda.

    Ingunn Ólafsdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER25050006
     

Fundi slitið kl. 12:13

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 23.06.2025 - prentvæn útgáfa