Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 323

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, mánudaginn 12. mars var haldinn 323. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. 
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að ársreikningi Strætó bs. fyrir árið 2024 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu félagsins sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn.  IER25010013

    Sturla Jónsson, Haukur Hauksson, Jóhannes S. Rúnarsson og Elísa Kristmannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 


    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi Strætó bs. og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2024. Endurskoðunarnefnd mun skila umsögn til stjórnar. 
     

  2. Fram fer kynning á trúnaðarmerktri skýrslu regluvarðar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1.2.2024 – 31.1.2025.  IER24120003

    Halla Björg Evans tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  3. Lögð fram trúnaðarmerkt breytingartillaga á samþykkt endurskoðunarnefndar ásamt trúnaðarmerktu minnisblaði borgarlögmanns dags. janúar 2025. Fram fer umræða.  IER25030005

    Frestað. 
     

Fundi slitið kl. 11:45

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 12. mars 2025