Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 10. mars var haldinn 322. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að ársreikningi Félagsbústaða fyrir árið 2024 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu félagsins sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn. IER25010013
Sigrún Árnadóttir og Kristinn Karel Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Sturlu Jónssyni og Sigurjóni Oddssyni.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi Félagsbústaða og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2024. Endurskoðunarnefnd mun skila umsögn til stjórnar.
-
Fram fer kynning á síðari eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á innra eftirliti hjá skrifstofu Bílastæðasjóðs. IER24010011
Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:27 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundi
-
Önnur mál
o fundir milli funda:
- Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir sátu stjórnarfund OR 03.03.2025
- Sigrún Guðmundsdóttir sat stjórnarfund SORPU bs. 05.03.2025
- Lárus Finnbogason sat borgarráðsfund 05.03.2025
Fundi slitið kl. 11:38
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 10. mars 2025