Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 321

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, mánudaginn 3. mars var haldinn 321. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að ársreikningi samstæðu Orkuveitunnar og skýrslu stjórnar fyrir árið 2024 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu samstæðunnar sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn.  IER25010013

    Sævar Freyr Þráinsson, Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Eiríkur Hjálmarsson, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Bryndís María Leifsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Davíð Arnari Einarssyni og Bjarna Má Jóhannessyni.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi Orkuveitunnar, skýrslu stjórnar og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2024. Endurskoðunarnefnd mun skila umsögn til stjórnar Orkuveitunnar. 
     

  2. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum drögum að ársreikningi SORPU bs. fyrir árið 2024 ásamt trúnaðarmerktum drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir félagið sem lögð verður fram samhliða framlagningu ársreiknings fyrir stjórn.  IER25010013

    Þórhallur Hákonarson og Theodór Sigurbergsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Haukur Hauksson tekur sæti með rafrænum hætti.

    -    Klukkan 12:33 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundi

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi SORPU bs. og endurskoðunarskýrslu fyrir árið 2024. Endurskoðunarnefnd mun skila umsögn til stjórnar. 
     

  3. 3.    Önnur mál
                  o    fundir milli funda:
                              -    Lárus Finnbogason sat stjórnarfund SHS 28.02.2025
                              -    Sigrún Guðmundsdóttir sat stjórnarfund Strætó bs. 28.02.2025
     

Fundi slitið kl. 12:47

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 3. mars 2025