Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 24. febrúar var haldinn 320. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Páll Grétar Steingrímsson tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sem varamaður Einars S. Hálfdánarsonar. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, staðgengill innri endurskoðanda.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2024 fyrir Orku náttúrunnar ohf. og jafnframt trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2024 fyrir ON Power ohf. IER25010013
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Einar Ólafsson, Harpa Rán Pálmadóttir, Gréta Guðnadóttir, Árni Hrannar Haraldsson og Sævar Freyr Þráinsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2024 fyrir Veitur ohf. IER25010013
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Anna Gunnlaug Friðriksdóttir, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Sævar Freyr Þráinsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2024 fyrir Carbfix hf. IER25010013
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Erling Tómasson og Sævar Freyr Þráinsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2024 fyrir Ljósleiðarann ehf. IER25010013
Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið og Þorgeir Hafsteinn Jónsson, Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Gyða Erludóttir Einarsdóttir og Sævar Freyr Þráinsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fundi slitið kl. 13:25
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Páll Grétar Steingrímsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 24. febrúar 2025