Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 32

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 30. janúar, var haldinn 32. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Undirritun fundargerða.

2. Áhættustefna Reykjavíkurborgar.

a. Umsögn Innri endurskoðunar. Starfandi innri endurskoðandi gerði grein fyrir drögum að minnisblaði um áhættustefnu Reykjavíkurborgar.

b. Umsögn endurskoðunarnefndar. Nefndin ræddi um áherslur í sinni umsögn og ákveðið var að vinna frekar í skjalinu á milli funda og afgreiða það á næsta fundi.

3. Ársreikningur sveitarfélaga. Jóhannes Finnur Halldórsson, frá innanríkisráðuneytinu, starfsmaður reikningsskila- og upplýsinganefndar mætti á fundinn. Farið var yfir ný sveitarstjórnarlög. Í máli JFH kom fram að mikil vinna er eftir í tengslum við að yfirfara og uppfæra reglur í samræmi við ný lög. Rætt um framsetningu ársreiknings Reykjavíkurborgar.

4. Útboðsmál. Formaður gerði grein fyrir fundi sínum með borgarritara. Borgarritari ætlar að setja erindisbréf um stýrihóp verkefnisins.Í framhaldi af því verður verkefnahópur formlega skipaður.

5. Önnur gagnaöflun varðandi útboðsmál. Rætt um lista frá Fjármálaskrifstofu yfir þau gögn sem safna þarf saman og verða höfð til hliðsjónar við útboðsgerð. Nefndarmenn ætla að fara yfir skjalið og koma síðar með viðbætur við skjal FMS. Ræða á næsta fundi.

6. Fulltrúar frá Innri endurskoðun koma á næsta fund og kynna verkefni um eignaskráningu og mat á eftirlitsumhverfinu.

7. Á næsta fund munu ytri endurskoðendur koma og óskað hefur verið eftir því að þar verði lögð fram uppfærð endurskoðunar- og samskiptaáætlun, þ.m.t. framvinduyfirlit með tímasetningum og helstu niðurstöðum úr aðgerðarendurskoðun. Einnig er óskað eftir afriti af endurskoðunarfyrirmælum til dótturfélaga.

Fundi slitið kl. 11.00

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir

Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd-300113.pdf