Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 17. febrúar var haldinn 319. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Einar S Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á drögum að ársreikningi 2024 ásamt endurskoðunarskýrslu fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. IER25010011
Jón Viðar Matthíasson, Ástríður Þórðardóttir, Sturla Jónsson og Rakel Ingvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á drögum að ársreikningi og endurskoðunarskýrslu. Endurskoðunarnefnd telur að ársreikningurinn sé tilbúinn til afgreiðslu í stjórn. Samþykkt að fela formanni að ganga frá umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
-
Fram fer kynning á áhættustýringu hjá Orkuveitunni. IER25010010
Dagmar I. Birgisdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:18 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundinum.
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktri eftirfylgnikönnun Innri endurskoðunar og ráðgjafar (IER) með úttekt IER á áhættustjórnun Orkuveitunnar frá 2023. IER24080024
Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla áhættustjóra Reykjavíkurborgar vegna ársins 2024. IER24020007
Stefanía Sch. Thorsteinsson og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt drög að skýrslu Deloitte varðandi innri endurskoðun Strætó bs. fyrir árið 2024, dags. 17. febrúar 2025. IER24090002
Jóhannes S. Rúnarsdóttir og Elísa Kristmannsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og Sara Fönn Jóhannesdóttir og Lovísa Ólafsdóttir taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum innri endurskoðunar Strætó bs. vegna ársins 2024. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar Strætó bs.
- Kl. 12:39 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundinum.
-
Lögð fram til kynningar trúnaðarmerkt drög að skýrslu PwC varðandi innri endurskoðun SORPU bs. fyrir árið 2024, dags. 17. febrúar 2025. IER24090001
Jón Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Þórhallur Hákonarson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Við höfum fengið kynningu á niðurstöðum innri endurskoðunar SORPU bs. vegna ársins 2024. Að okkar mati er úttektin vel unnin og í samræmi við samþykkta verkefnisáætlun. Endurskoðunarnefnd samþykkir að vísa skýrslunni til stjórnar SORPU bs.
Fundi slitið kl. 13:21
Lárus Finnbogason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 17. febrúar 2025