Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 3. febrúar var haldinn 318. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason. Forföll boðuðu Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stöðu endurskoðunar ytri endurskoðenda, Grant Thornton, vegna ársreiknings 2024 og „early warnings“. IER25010013
Sturla Jónsson, Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á stöðu uppgjörsvinnu hjá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. IER24020008
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Sturla Jónsson, Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um fyrirspurn Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar dags. 02.01.2025 varðandi mat og flokkun eigna í reikningsskilum borgarinnar. IER25010001
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Sturla Jónsson, Davíð Arnar Einarsson og Bjarni Már Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla áhættustjóra Reykjavíkurborgar vegna ársins 2024. IER24020007
Frestað.
-
Lögð fram orðsending Innri endurskoðunar og ráðgjafar varðandi eftirfylgni með ábendingum ytri endurskoðenda. IER24100011
Kristín Henley Vilhjálmsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 11:15
Lárus Finnbogason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 3. febrúar 2025