Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 317

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, miðvikudaginn 15. janúar var haldinn 317. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:30. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Jafnframt tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram að nýju erindi Orkuveitunnar dags. 10. janúar 2025 þar sem óskað er heimildar endurskoðunarnefndar til að taka tilboði Grant Thornton endurskoðunar í skoðun sjálfbærniupplýsinga samstæðunnar vegna ársins 2024 og ráðgjöf tengda innleiðingu flokkunarreglugerðar í fjárhagsbókhaldskerfi, sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar þann 16. desember 2024.  IER25010005

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 

    Endurskoðunarnefnd heimilar Grant Thornton vinnu við yfirferð á sjálfbærniupplýsingagjöf hjá Orkuveitunni, sbr. erindi þeirra dags. 10. janúar 2025. Grant Thornton telur að verkefnið ógni ekki óhæði félagsins og að þessi þjónusta flokkist sem leyfileg þjónusta samkvæmt reglugerð ESB nr. 537/2014, sbr. 44 gr. laga nr. 94/2019. Heimild endurskoðunarnefndar tekur til „Review of Orkuveitan DMA“ og „Review of Orkuveitan Taxonomy reporting“. 

    Samþykkt. 
     

Fundi slitið kl. 13:56

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 15. janúar 2025