Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 316

Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 316

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, mánudaginn 13. janúar var haldinn 316. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:11. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Jafnframt tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að starfsskýrslum endurskoðunarnefndar fyrir A hluta Reykjavíkurborgar og B hluta félög fyrir starfsárið 2023-2024.  IER24080012

    Samþykkt. 
     

  2. Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum úttektar KPMG á sameiningu eftirlitseininga Reykjavíkurborgar árið 2020 undir merkjum Innri endurskoðunar og ráðgjafar.  IER24060013

    Þorsteinn Gunnarsson, Helgi R. Helgason og Lilja Ósk Alexandersdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 

    Endurskoðunarnefnd þakkar greinargóða kynningu og gagnlega úttekt á sameiningu innri endurskoðunar, embætti umboðsmanns borgarbúa og persónuverndarfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. desember 2024. Nefndin telur að tímabært hafi verið að framkvæma úttekt af þessum toga enda fjögur ár liðin frá sameiningu og þarft að leggja mat á hvernig til hefur tekist. Nefndin er í meginatriðum sammála þeim niðurstöðum og tillögum sem fram koma í skýrslunni. Mikilvægt er að vandað verði vel til verka varðandi útfærslu þeirra tillagna sem fram koma í skýrslunni. 

     

  3. Lögð fram að nýju uppfærð drög að innri endurskoðunaráætlun Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir tímabilið 2025-2026.  IER24100004

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 14:22 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi. 

    Samþykkt að vísa áætluninni til stjórnar. 
     

  4. Lagt fram erindi Orkuveitunnar dags. 10. janúar 2025 þar sem óskað er heimildar endurskoðunarnefndar til að taka tilboði Grant Thornton endurskoðunar í skoðun sjálfbærniupplýsinga samstæðunnar vegna ársins 2024 og ráðgjöf tengda innleiðingu flokkunarreglugerðar í fjárhagsbókhaldskerfi, sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar þann 16. desember 2024.  IER25010005

    Frestað. 
     

Fundi slitið kl. 14:38

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 13. janúar 2025