Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, mánudaginn 2. desember var haldinn 314. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S. Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir boðuðu forföll. Jafnframt tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar 1. janúar til 30. september 2024. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að árshlutareikningi, trúnaðarmerkt drög að greinargerð fagsviða og trúnaðarmerkt drög að skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs með árshlutareikningnum, dags. 05.12.2024. IER24020020
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á árshlutareikningi Reykjavíkurborgar 1. janúar til 30. september 2024. Samþykkt að ganga frá umsögn til borgarráðs.
-
Fram fer umræða um regluvörslu Reykjavíkurborgar, verkefni og stöðu mála. IER24060004
Halldóra Káradóttir og Halla Björg Evans taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29.11.2024 við fyrirspurn endurskoðunarnefndar dags. 14.10.2024 um kostnað Reykjavíkurborgar vegna málaflokks fatlaðs fólks. IER24100007
Fylgigögn
-
Lögð fram innri endurskoðunaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2025. IER24010007
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt og vísað til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á trúnaðarmerktum niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á sértæku búsetuúrræði að Miklubraut 20. IER24010012
Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram drög að starfsskýrslum endurskoðunarnefndar fyrir A og B hluta starfsárið 2023-2024. IER24080012
Frestað.
-
Fram fer umræða um áhættustýringu A hluta Reykjavíkurborgar. IER24110021
Fundi slitið kl. 12:32
Lárus Finnbogason Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 12. desember 2024