Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 313

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 18. nóvember var haldinn 313. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 1. janúar til 30. september 2024. IER24020020

    Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Bryndís María Leifsdóttir, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Gréta Guðnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Klukkan 10:12 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd hefur fengið kynningu á samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 1. janúar til 30. september 2024. Nefndin telur árshlutareikninginn tilbúinn til samþykktar hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

     

  2. Fram fer kynning á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 og fimm ára áætlun 2025-2029. IER24110015

    Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Jónas Skúlason og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 
     

  3. Fram fer umræða um ófjárhagslega upplýsingagjöf í ársreikningi Reykjavíkurborgar og samstæðu. IER24020028

    Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Jónas Skúlason og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  4. Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2023-2024. IER24110002

    Frestað
     

Fundi slitið kl. 12:32

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 18. nóvember 2024