Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 311

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 4. nóvember var haldinn 311. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Jafnframt tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings A hluta fyrir árið 2024, dags. 04.11.2024. IER24110002
    Sturla Jónsson, Davíð A. Einarsson og Bjarni M. Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  2. Lögð fram staðfesting Grant Thornton endurskoðunar ehf. um óhæði ytri endurskoðenda, dags. 04.11.2024. IER24110002
    Sturla Jónsson, Davíð A. Einarsson og Bjarni M. Jóhannesson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á verkefnum og stöðu áhættustýringar hjá A hluta Reykjavíkurborgar. IER24020007
    Stefanía Scheving Thorsteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  4. Fram fer kynning á starfsskýrslum fagsviðs innri endurskoðunar og Innri endurskoðunar og ráðgjafar fyrir árið 2023, dags. í dag. IER24060005
    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
    Frestað. 

  5. Lagt fram til samþykktar erindisbréf fagsviðs innri endurskoðunar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf ásamt fylgibréfi starfandi innri endurskoðanda, dags. 01.11.2024. IER24110001
    Frestað. 

  6. Lögð fram staðfesting Innri endurskoðunar og ráðgjafar um stjórnskipulegt óhæði Innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 01.11.2024. IER24100036

  7. Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar 2023-2024. IER24080012
    Frestað.


    -    Klukkan 12:25 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundi

     

Fundi slitið kl. 12:33

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 4. nóvember 2024