Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 31

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2013, miðvikudaginn 23. janúar, var haldinn 31. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Viðstödd voru: Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Fundargerðir 29. og 30. fundar undirritaðar.

2. Kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjör A-hluta, janúar – nóvember 2012. Á fundinn mættu fjármálastjóri og borgarbókari, sem fóru yfir uppgjörið.

3. Kynning á drögum áhættustefnu Reykjavíkurborgar, fjármálastjóri og sérfræðingur frá Fjármálaskrifstofu fóru yfir framlagt skjal um drög áhættustefn u. Fjármálastjóri óskaði eftir umsögn endurskoðunarnefndar um áhættustefnuna eins og hún kemur fram í þessum drögum. Nefndarmenn ætluðu að fara yfir skjalið á milli funda.

4. Uppgjörsferillinn . Farið yfir stöðu verkefnisins og næstu skref.

5. Útboðsmál – staða útboðsmála. Fyrirkomulag útboðsins og skipun stýrihóps; borgarritari, deildarstjóri innkaupadeildar og fulltrúi frá endurskoðunarnefnd. Verkefnishópur verður einnig skipaður undir ábyrgð innkaupadeildar. Skjalið um heildarverkefnislýsingu útboðsins verður uppfært og kynnt endurskoðunarnefnd.

6. Rætt um samskipti endurskoðunarnefndar við ytri endurskoðendur. Ákveðið var að boða ytri endurskoðendur á fund nefndarinnar 6. febrúar nk. Óskað er eftir að á fundinum verði lögð fram uppfærð endurskoðunar- og samskiptaáætlun, þ.m.t. framvinduyfirlit skipulagningar endurskoðunar 2012. Einnig er óskað eftir afriti af endurskoðunarfyrirmælum til dótturfélaga.

7. Störf nefndarinnar. Farið var yfir starfs- og verkáætlun nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11.45

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd-230113.pdf