Endurskoðunarnefnd
Ár 2024, miðvikudaginn 9. október var haldinn 309. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 14:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Jafnframt tók sæti á fundinum Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari.
Fundarritari var Sunna Jóhannsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram trúnaðarmerkt skýrsla Auðnast ehf. um niðurstöður áhættumats hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, dags. 16. apríl 2024. IER24100003
Andri Oddsson og Hrefna Hugosdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að úttektarskýrslu KPMG um árangur sameiningar eftirlitseininga Reykjavíkurborgar 2020, dags. 9. október 2024. IER24060018
Helgi R. Helgason og Eva M. Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Klukkan 15:55 véku Sunna Jóhannsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson af fundi.
Fundi slitið kl. 16:15
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 9. október 2024