Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 308

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 7. október var haldinn 308. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að ráðningarbréfi Deloitte og framlengingu til eins árs á samningi um innri endurskoðun Strætó bs. ásamt drögum að verkefnisáætlun Deloitte að innri endurskoðun Strætó bs. vegna ársins 2024. IER24090002

    Sara Fönn Jóhannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 
    Endurskoðunarnefnd leggur áherslu á að innri endurskoðunaráætlun Strætó bs. sé unnin í samráði við ytri endurskoðendur og beinir þeim tilmælum til Deloitte að hafa samráð við Grant Thornton við uppsetningu áætlunarinnar. Jafnframt er ítrekað að ráðningarbréf innri endurskoðanda skuli undirritað af nefndinni. 

    Endurskoðunarnefnd samþykkir verkefnisáætlun Deloitte og ráðningarbréf með þeim fyrirvörum og vísar að því búnu til stjórnar Strætó bs.
     

  2. Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Félagsbústaða hf. fyrir árin 2025-2026, dags. 07.10.2024. IER24030029

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Samþykkt og vísað til stjórnar Félagsbústaða.  
     

  3. Lögð fram kafladrög IER í starfsskýrslu endurskoðunarnefndar vegna starfsársins 2023-2024.  IER24080012

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Frestað. 
     

  4. Umræður um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025. IER24080013

    Frestað.
     

  5. Umræður um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar og starfsreglum.  IER23060006

    Frestað. 
     

    Fylgigögn

    • Fyrirspurn endurskoðunarnefndar varðandi veikindahlutfall starfsfólks Reykjavíkurborgar
    • Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna málaflokks fatlaðs fólks
    • Umræða um málefni Innri endurskoðunar og ráðgjafar
       

Fundi slitið kl. 12:54

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 7. október 2024