Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 307

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2024, mánudaginn 16. september var haldinn 307. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Einar S. Hálfdánarson. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.

Þetta gerðist:
 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að ráðningarbréfi PricewaterhouseCoopers (PwC) og framlengingu til eins árs á samningi um innri endurskoðun SORPU bs. ásamt drögum að verkefnisáætlun PwC að innri endurskoðun vegna ársins 2024. IER24090001

    Jón Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 10:05 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum. 
    -    Kl. 10:09 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 
    Í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B hluta félögum sem samþykkt var í borgarstjórn 3. maí 2022 segir í 13. gr. að hafi stjórn fyrirtækis innan samstæðu Reykjavíkurborgar samið um innri endurskoðun við annan aðila skuli innri endurskoðunaráætlun félagsins gerð í samráði við Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar. Endurskoðunarnefnd samþykkir ráðningarbréf og verkefnisáætlun PwC með þeim fyrirvara og vísar að því búnu til stjórnar SORPU bs.
     

  2. Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á rekstrarsamfellu samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef.  IER24040004

    Stefán Viðar Grétarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Vísað til stjórna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. 
     

  3. Lögð fram starfsskýrsla fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf fyrir árið 2023.  IER24060005

    Agnes Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Samþykkt. 
     

  4. Lagt fram til samþykktar erindisbréf fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf ásamt fylgibréfi starfandi innri endurskoðanda, dags. 16. september 2024.  IER24090006

    Samþykkt. 
     

  5. Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Félagsbústaða hf. fyrir tímabilið 2025-2026.  IER24030029

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar: 
    Að mati nefndarinnar mætti úttektarvinna hjá Félagsbústöðum vera umfangsmeiri. 

    Vísað til stjórnar Félagsbústaða hf. 
     

  6. Umræður um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar. IER24080012

    Frestað. 
     

  7. Umræður um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025. IER24080013
    Frestað. 
     

  8. Umræður um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar og starfsreglum.  IER23060006

    Frestað. 
     

Fundi slitið kl. 11:38

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.09.2024 - prentvæn útgáfa