Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2024, mánudaginn 16. september var haldinn 307. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Einar S. Hálfdánarson. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að ráðningarbréfi PricewaterhouseCoopers (PwC) og framlengingu til eins árs á samningi um innri endurskoðun SORPU bs. ásamt drögum að verkefnisáætlun PwC að innri endurskoðun vegna ársins 2024. IER24090001
Jón Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10:05 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 10:09 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Í almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar gagnvart B hluta félögum sem samþykkt var í borgarstjórn 3. maí 2022 segir í 13. gr. að hafi stjórn fyrirtækis innan samstæðu Reykjavíkurborgar samið um innri endurskoðun við annan aðila skuli innri endurskoðunaráætlun félagsins gerð í samráði við Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar. Endurskoðunarnefnd samþykkir ráðningarbréf og verkefnisáætlun PwC með þeim fyrirvara og vísar að því búnu til stjórnar SORPU bs.
-
Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á rekstrarsamfellu samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef. IER24040004
Stefán Viðar Grétarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til stjórna Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga.
-
Lögð fram starfsskýrsla fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf fyrir árið 2023. IER24060005
Agnes Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.
-
Lagt fram til samþykktar erindisbréf fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf ásamt fylgibréfi starfandi innri endurskoðanda, dags. 16. september 2024. IER24090006
Samþykkt.
-
Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Félagsbústaða hf. fyrir tímabilið 2025-2026. IER24030029
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Að mati nefndarinnar mætti úttektarvinna hjá Félagsbústöðum vera umfangsmeiri.Vísað til stjórnar Félagsbústaða hf.
-
Umræður um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar. IER24080012
Frestað.
-
Umræður um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025. IER24080013
Frestað.
-
Umræður um endurskoðun á samþykkt endurskoðunarnefndar og starfsreglum. IER23060006
Frestað.
Fundi slitið kl. 11:38
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.09.2024 - prentvæn útgáfa